Vöktu hrifningu í París 20. september 2010 12:40 Rúna Thors, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Alma Olsen eru meðal þeirra sem standa að baki Bility. Mynd/Anton Hönnuðir á bakvið íslenska vörumerkið Bility tóku þátt í stórri húsbúnaðarsýningu í París fyrir skemmstu. Íslenskt veggskraut og bókamerki í líki skordýra vöktu almenna hrifningu meðal sýningargesta."Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að sýna þetta vörumerki utan landsteinanna og sýningargestir voru almennt mjög hrifnir. Þannig að það er alveg óhætt að segja að þetta hafi gengið vel í alla staði," segir Teitur Þorkelsson, talsmaður íslenska hönnunarfyrirtækisins Studio Bility, sem hlaut góðar viðtökur á húsbúnaðarsýningunni Maison et Objet í París fyrir skemmstu.Hönnuðir Bility sýndu þar ýmsar vörutegundir, svo sem kertastjaka, veggskraut og nýja línu af bókamerkjum sem er væntanleg í nóvember. "Útsendarar frá bókabúðum voru eðlilega mjög áhugasamir um bókamerkin, sem eru sérstök fyrir þær sakir að líkjast skordýrum og bæði Frökkum og Japönum fannst veggskrautið stórkostlegt, fiðrildin sem breiða úr vængjunum fyrir tilstuðlan samspil ljóss og skugga," segir hann og getur þess að fyrirtækinu hafi borist fjöldi fyrirspurna erlendis frá síðan sýningunni lauk."Við erum að fá fullt af pöntunum að utan, bæði minni fyrirtækjum sem vilja kannski 50 eintök og upp í stórar keðjur sem eru að óska eftir því að við gerum þeim verðtilboð fyrir allt að 3.000 eintök," segir Teitur en bætir við að þótt útlitið sé gott sé ekkert fast í hendi.Þegar hefur verið fjallað um framlag Bility á sýningunni í Frakklandi í vefmiðlum á borð við Core77 og virt tímarit í hönnunarheiminum eins og Marie Claire Maison, franska útgáfan af Elle og Elite Interior hafa sýnt áhuga á því að fjalla um íslenska vörumerkið. "Þau hafa verið að óska eftir frekari upplýsingum um Bility ásamt myndefni; það verður bara spennandi að sjá hvort eitthvað kemur út úr því," segir Teitur og viðurkennir að hópurinn hafi ekki átt von á því að fá svona sterk viðbrögð ytra."Satt best að segja renndum við blint í sjóinn með þátttöku á sýningunni. Sumir höfðu nefnilega haft orð á því að vörur Studio Bility væru eitthvað sem aðeins Íslendingar fíla, en svo kom annað heldur betur á daginn," útskýrir hann glaður og segir viðbrögðin sannkallað gleðiefni fyrir hönnuði Bility.roald@frettabladid.is Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnuðir á bakvið íslenska vörumerkið Bility tóku þátt í stórri húsbúnaðarsýningu í París fyrir skemmstu. Íslenskt veggskraut og bókamerki í líki skordýra vöktu almenna hrifningu meðal sýningargesta."Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að sýna þetta vörumerki utan landsteinanna og sýningargestir voru almennt mjög hrifnir. Þannig að það er alveg óhætt að segja að þetta hafi gengið vel í alla staði," segir Teitur Þorkelsson, talsmaður íslenska hönnunarfyrirtækisins Studio Bility, sem hlaut góðar viðtökur á húsbúnaðarsýningunni Maison et Objet í París fyrir skemmstu.Hönnuðir Bility sýndu þar ýmsar vörutegundir, svo sem kertastjaka, veggskraut og nýja línu af bókamerkjum sem er væntanleg í nóvember. "Útsendarar frá bókabúðum voru eðlilega mjög áhugasamir um bókamerkin, sem eru sérstök fyrir þær sakir að líkjast skordýrum og bæði Frökkum og Japönum fannst veggskrautið stórkostlegt, fiðrildin sem breiða úr vængjunum fyrir tilstuðlan samspil ljóss og skugga," segir hann og getur þess að fyrirtækinu hafi borist fjöldi fyrirspurna erlendis frá síðan sýningunni lauk."Við erum að fá fullt af pöntunum að utan, bæði minni fyrirtækjum sem vilja kannski 50 eintök og upp í stórar keðjur sem eru að óska eftir því að við gerum þeim verðtilboð fyrir allt að 3.000 eintök," segir Teitur en bætir við að þótt útlitið sé gott sé ekkert fast í hendi.Þegar hefur verið fjallað um framlag Bility á sýningunni í Frakklandi í vefmiðlum á borð við Core77 og virt tímarit í hönnunarheiminum eins og Marie Claire Maison, franska útgáfan af Elle og Elite Interior hafa sýnt áhuga á því að fjalla um íslenska vörumerkið. "Þau hafa verið að óska eftir frekari upplýsingum um Bility ásamt myndefni; það verður bara spennandi að sjá hvort eitthvað kemur út úr því," segir Teitur og viðurkennir að hópurinn hafi ekki átt von á því að fá svona sterk viðbrögð ytra."Satt best að segja renndum við blint í sjóinn með þátttöku á sýningunni. Sumir höfðu nefnilega haft orð á því að vörur Studio Bility væru eitthvað sem aðeins Íslendingar fíla, en svo kom annað heldur betur á daginn," útskýrir hann glaður og segir viðbrögðin sannkallað gleðiefni fyrir hönnuði Bility.roald@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira