Fótbolti

Ferdinand: Hvílir bölvun á mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand var á hækjum í gær.
Rio Ferdinand var á hækjum í gær. Nordic Photos / AFP
Rio Ferdinand telur að það hvíli bölvun á honum en hann mun ekki spila með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku vegna meiðsla.

Ferdinand meiddist á hné á fyrstu æfingu Englendinga í Suður-Afríku og verður hann frá næstu sex vikurnar. HM hefst á föstudaginn og stendur yfir í fjórar vikur.

Ferdinand átti þar að auki við mikil meiðsli að stríða á nýliðnu tímabili og náði hann aðeins þrettán leikjum með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

„Rio telur að það hvíli bölvun á honum," sagði umboðsmaður hans, Pini Zahivi. „Honum líður mjög illa. Hann skilur ekki af hverju þetta kom fyrir hann."

„Þessi meiðsli tengjast hinum meiðslunum ekki neitt. Þetta var algjör óheppni. Rio leið vel og var klár í slaginn. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel fyrir mótið."

„En hann er mjög sterkur maður og hann snýr aftur. Ég er viss um að hann mun leiða enska landsliðið á næstu heimsmeistarakeppni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×