Fótbolti

Mikel missir af HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Obi Mikel í leik með Chelsea.
John Obi Mikel í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Nígeríumaðurinn John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í Suður-Afríku sem hefst föstudaginn.

Mikel missti af síðustu vikum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann þurfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla.

„Hann sagði okkur að hann vildi ekki stefna ferli hans í hættu með því að spila áður en að hnéð nær fullum bata," sagði læknir nígeríska landsliðsins við fjölmiðla í morgun.

Fjölmargir leikmenn Chelsea munu missa af HM vegna meiðsla. Ásamt Mikel eru það Michael Ballack, Michael Essien og Didier Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×