Enski boltinn

Neville líklega að leggja skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville hefur klippt þá ófáa niður á ferlinum.
Neville hefur klippt þá ófáa niður á ferlinum.

Flest bendir til þess að bakvörðurinn Gary Neville muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar. Einnig er búist við því að markvörðurinn Edwin van der Sar geri slíkt hið sama.

Neville hefur þjónað United vel og lengi en flestir eru sammála um að hann sé kominn á síðasta snúning.

Fastlega er búist við því að Neville muni starfa áfram fyrir félagið og jafnvel þjálfa varaliðið þar sem Ole Gunnar Solskjær er farinn til Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×