Innlent

Ók ölvaður á ljósastaur

Mynd/Pjetur
Karlmaður rétt innan við tvítugt var handtekinn skömmu fyrir klukkan tvö í nótt á Akureyri. Hann hafði þá ekið á ljósastaur við Skógarlund og þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að hann var ölvaður. Maðurinn var í framhaldinu færður á lögreglustöð.

Lögreglan á Akureyri stöðvaði annan karlmann í nótt sem ók undir áhrifum áfengis. Það sama gerði lögreglan á Suðurnesjum. Hún stoppaði auk þess tvo ökumenn sem grunaðir vorum um fíkniefnaakstur. Að sögn varðastjóra hefur færst í vöxt að menn aki undir áhrifum fíkniefna. Það sé ekki bundið við helgar og nætur því slík mál komi einnig upp á virkum dögum. Ökumenn eru þá oftar en ekki einnig undir áhrifum áfengis.

Eitthvað var um ölvun og pústra í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Engin líkamsárásarmál komu þó inn á borð lögreglu. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur og átta gistu fangageymslur, þar á meðal útigangsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×