Innlent

Fimm í einangrunarklefa yfir jólin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flestir gæsluvarðhaldsklefarnir eru á Litla - Hrauni.
Flestir gæsluvarðhaldsklefarnir eru á Litla - Hrauni.
Fimm manns dvöldu í einangrun vegna gæsluvarðhalds í fangelsum hér á Íslandi yfir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun.

Mennirnir voru allir settir inn rétt fyrir jól og hafði enginn þeirra verið í fangelsi í marga daga. Það er dómari sem úrskurðar menn í gæsluvarðahald. Það er ýmist gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna eða vegna þess að almenningi stafar hætta af sakborningi.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það sá sem stýrir rannsókn máls, oftast lögreglan, sem ákveður hversu mikil einangrun í gæsluvarðhaldi er. Lögreglan ákveður þá hvort gæsluvarðhaldsfangar geti fengið einhverjar heimsóknir, hvort þeir megi nota síma eða önnur samskiptatæki, eða hvort þeir megi lesa dagblöð og bækur, svo og fylgjast með hljóðvarpi og sjónvarpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×