Friðlýsa Jan Mayen en setja um leið milljarða í olíuleit 22. nóvember 2010 12:00 Friðlýsing Jan Mayen gæti þýtt að þjónusta við olíuleit verði öll frá Íslandi Kort af Jan Mayen Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að friðlýsa Jan Mayen. Á sama tíma hafa þau ákveðið að verja 3,4 milljörðum íslenskra króna næstu tvö árin til að undirbúa olíuboranir á norðurslóðum, þar á meðal á hafsvæðinu umhverfis eyna. Friðlýsingin gæti leitt til þess að þjónusta við olíuleit verði umfangsmeiri hérlendis en annars hefði orðið.Friðlýsingin þýðir að Jan Mayen verður verndað friðland sem og hafsvæðið umhverfis eyna innan tólf mílna landhelgi. Undanþegin vernd verða þó svæði í kringum veðurathugunarstöð og flugbraut. Þá kemur friðlýsingin ekki í veg fyrir fiskveiðar né olíuleit í efnahagslögsögu Jan Mayen utan tólf mílna.Tilkynning um friðlýsingu Jan Mayen ber þess merki að vera friðþæging gagnvart andstæðingum frekari olíuleitar á norðurslóðum innan norsku ríkisstjórnarflokkanna því að á sama tíma var tilkynnt um að verulegum fjárhæðum yrði varið næstu tvö árin til að undirbúa olíuleit á hafsvæðum norðan heimskautsbaugs, og eru Jan Mayen og Barentshaf sérstaklega nefnd í norskum fjölmiðlum í því sambandi. Norska ríkisstjórnin hyggst þannig verja samtals 180 milljónum norskra króna á árunum 2011 og 2012 til rannsókna í því skyni að undirbúa olíuboranir í norðurhöfum.Í friðlýsingu Jan Mayen felst að ekki verður leyft að byggja þar þjónustumiðstöðvar vegna fyrirhugaðrar olíuleitar. Olíuleitarfélög sem hyggjast freista gæfunnar á Jan Mayen-hryggnum munu því væntanlega ekki hafa annan kost betri en íslenskar hafnir. Þannig gæti friðlýsingin leitt til þess að íslenskar hafnir þurfi ekki aðeins að þjónusta olíuleit á íslenska hluta hryggjarins, sem Íslendingar hafa nefnt Drekasvæðið, heldur einnig að þjónusta leitina á norska hlutanum. Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að friðlýsa Jan Mayen. Á sama tíma hafa þau ákveðið að verja 3,4 milljörðum íslenskra króna næstu tvö árin til að undirbúa olíuboranir á norðurslóðum, þar á meðal á hafsvæðinu umhverfis eyna. Friðlýsingin gæti leitt til þess að þjónusta við olíuleit verði umfangsmeiri hérlendis en annars hefði orðið.Friðlýsingin þýðir að Jan Mayen verður verndað friðland sem og hafsvæðið umhverfis eyna innan tólf mílna landhelgi. Undanþegin vernd verða þó svæði í kringum veðurathugunarstöð og flugbraut. Þá kemur friðlýsingin ekki í veg fyrir fiskveiðar né olíuleit í efnahagslögsögu Jan Mayen utan tólf mílna.Tilkynning um friðlýsingu Jan Mayen ber þess merki að vera friðþæging gagnvart andstæðingum frekari olíuleitar á norðurslóðum innan norsku ríkisstjórnarflokkanna því að á sama tíma var tilkynnt um að verulegum fjárhæðum yrði varið næstu tvö árin til að undirbúa olíuleit á hafsvæðum norðan heimskautsbaugs, og eru Jan Mayen og Barentshaf sérstaklega nefnd í norskum fjölmiðlum í því sambandi. Norska ríkisstjórnin hyggst þannig verja samtals 180 milljónum norskra króna á árunum 2011 og 2012 til rannsókna í því skyni að undirbúa olíuboranir í norðurhöfum.Í friðlýsingu Jan Mayen felst að ekki verður leyft að byggja þar þjónustumiðstöðvar vegna fyrirhugaðrar olíuleitar. Olíuleitarfélög sem hyggjast freista gæfunnar á Jan Mayen-hryggnum munu því væntanlega ekki hafa annan kost betri en íslenskar hafnir. Þannig gæti friðlýsingin leitt til þess að íslenskar hafnir þurfi ekki aðeins að þjónusta olíuleit á íslenska hluta hryggjarins, sem Íslendingar hafa nefnt Drekasvæðið, heldur einnig að þjónusta leitina á norska hlutanum.
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira