Fótbolti

Daily Telegraph: Mennirnir sem geta spilað í stað Rio Ferdinand

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher og Steven Gerrard leysa kannski báðir Rio Ferdinand af. Gerrard tæki þá við fyrirliðabandinu og Carragher spilaði við hlið John Terry.
Jamie Carragher og Steven Gerrard leysa kannski báðir Rio Ferdinand af. Gerrard tæki þá við fyrirliðabandinu og Carragher spilaði við hlið John Terry. Mynd/AFP
The Daily Telegraph fór í dag yfir þá leikmenn sem koma til greina til að leysa af hinn meidda Rio Ferdinand og spila við hliðinni á John Terry í miðri vörn enska landsliðsins.

Michael Dawson kemur í stað Rio Ferdinand inn í hópinn og er einn af fjórum leikmönnum sem geta spilað þessa mikilvægu stöðu í ensku vörninni. Hinir eru Ledley King, Jamie Carragher og Matthew Upson.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, lagði mikla áherslu á að Liverpool-maðurinn Jamie Carragher gæfi kost á sér og það er ljóst að hann hefur meiri reynslu af stóra sviðinu heldur en hinir þrír.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit Daily Telegraph yfir kosti og galla miðvarðanna sem standa nú Fabio Capello til boða.

Jamie Carragher

Styrkleiki: Mjög reyndur bæði sem miðvörður og bakvörður.

Veikleiki: Er búinn að missa hraða og er að margra mati kominn 18 mánuði fram yfir sitt besta.

Ledley King

Styrkleiki: Sterkur og öruggur tæklari sem getur bæði spilað sem miðvörður og afturliggjandi miðjumaður.

Veikleiki: Er að glíma við langvinn hnévandræði sem gætu kostað hann leiki í Suður-Afríku.

Michael Dawson

Styrkleiki: Yfirvegaður og traustur leikmaður. Hefur haldið Tottenham-vörninni saman.

Veikleiki: Reynsluleysi. Capello hefur ekki gefið honum nein tækifæri með enska landsliðinu.

Matthew Upson

Styrkleiki: Kemur með jafnvægi í vörnina þar sem hann er vinstri fótar maður. Öflugur í loftinu og sterkur líkamlega.

Veikleiki: Ekki sá fljótasti og ekki líklegur til að ráða mikið við fljótustu framherja heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×