Innlent

Ræddu gagnrýni á Gylfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna ræddi við Gylfa í dag. Mynd/ GVA.
Jóhanna ræddi við Gylfa í dag. Mynd/ GVA.
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst hefur að Gylfa síðustu daga, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins. Gylfi hefur setið undir ámæli eftir að upplýst var að lögfræðiálit sem Lex lögmannsstofa vann fyrir Seðlabankann um lögmæti gengistryggðra lána var sent viðskiptaráðuneytinu.

Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 ber forsætisráðherra enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum vegna þessa máls. Gylfi hefur verið staddur úti á landi undanfarna daga en var væntanlegur til Reykjavíkur í dag eins og fram kom á Vísi.

Vísir hefur reynt að ná í Gylfa Magnússon og Benedikt Stefánsson aðstoðarmann hans í allt kvöld án árangurs. Ekki hefur heldur náðst í Hrannar Arnarsson, aðstoðarmann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð

Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×