Innlent

Yngri en 18 ára mega ekki fara í ljósabekki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn mega ekki fara í ljós eftir áramót.
Börn mega ekki fara í ljós eftir áramót.
Fólki yngra en 18 ára verður óheimil notkun sólarlampa, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, á sólbaðsstöðum og öðrum sambærilegum stöðum um næstu áramót.

Í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að síðustu áratugi hefur tíðni sortuæxla í húð hér á landi aukist verulega. Talið er líklegt að aukningin stafi einkum af notkun ljósabekkja, auk tíðari sólarlandaferða. Fram undir 1990 hafi Íslendingar verið með lægstu tíðni sortuæxla í húð á Norðurlöndum en á síðustu árum hafi hún aukist mikið og séu íslenskar konur nú með hæstu tíðnina.

Sólargeislun er tiltölulega lítil hér á landi, vegna legu landsins en notkun ljósabekkja hefur verið tvöföld eða þreföld miðað við nálæg lönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×