Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri 11. nóvember 2010 18:51 Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira