Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri 11. nóvember 2010 18:51 Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira