Fótbolti

Margrét Lára spilaði í 90 mínútur en Kristianstad tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Ossi Ahola
Kristianstad tapaði 0-3 fyrir Tyresö í sænsku kvennadeildinni í dag og datt fyrir vikið niður um tvö sæti í töflunni. Kristianstad er nú komið niður í 7. sæti deildarinnar eftir að hafa ekki náð að vinna í síðustu sex leikjum sínum.

Kristianstad-liðið fór í fjögurra daga verkfall í vikunni fyrir leikinn og það hafði örugglega sín áhrif þegar að Tyresö komst í 2-0 á fyrsta hálftímanum. Tyresö skoraði síðan þriðja og síðasta markið í uppbótartíma.

Margrét Lára Viðarsdóttir lék þarna sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli og eykur það líkurnar á því að hún geti spilað í landsleiknum mikilvæga á móti Frökkum um næstu helgi.

Margrét Lára var í byrjunarliðinu hjá Elísabetu Gunnarsdóttur alveg eins og þær Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir. Þær léku allar allan leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×