Viðskipti erlent

Rússar banna útflutning á korni

Eldarnir í Rússlandi hafa orðið meira en 50 manns að bana og eyðilagt yfir tvö þúsund heimili.
Eldarnir í Rússlandi hafa orðið meira en 50 manns að bana og eyðilagt yfir tvö þúsund heimili. Mynd/AP
Yfirvöld í Rússlandi hafa bannað allan útflutning á korni til ársloka. Þetta var ákveðið í kjölfar uppskerubrets vegna skógareldanna þar í landi. Áður höfðu yfirvöld bannað útflutning á hveiti, byggi og rúgi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að bannið kemur til með að bitna helst á íbúum Mið-Austurlanda með hærra brauðverði en þangað selja Rússar megnið af uppskeru sinni.

Þegar tilkynnt var að yfirvöld hefðu bannað útflutning á hveiti í byrjun mánaðarins hækkaði heimsmarkaðsverð á hveiti nokkuð.

Eldarnir í Rússlandi hafa orðið meira en 50 manns að bana og eyðilagt yfir tvö þúsund heimili. Þeir hafa geisað vikum saman í mið- og vesturhluta landsins en sumarið er það heitasta sem mælst hefur frá því skráningar hófust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×