Golfklúbbur Reykjavíkur tryggði sér í dag sigur í Sveitakeppni kvenna með 4-1 sigur á heimastúlkum í Golfklúbbi Kópavogar og Garðarbæjar en Sveitakeppnin í ár fór fram á Leidalsvelli.
Þetta er fyrsti sigur GR í Sveitakeppni kvenna síðan 2005 en konurnar í GR hafa alls unnið Sveitakeppnina fjórtán sinnum frá upphafi. Keiliskonur urðu í 3. sætinu eftir 3,5-1,5 sigur á Kili í leiknum um þriðja sætið.
GR vann alla leiki sína í keppninni þar af 4,5-0,5 sigur á Keili í undanúrslitunum. GKG vann vann 3-2 sigur á Kili í hinum undanúrslitaleiknum.
Sigursveit GR var skipuð þeim Ragnhildi Sigurðardóttur, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, Sunnu Víðisdóttur, Guðrúnu Pétursdóttur, Berglindi Björnsdóttur, Hildi Þorvaðardóttur og Írisi Kötlu Guðmundsdóttur.
