Íhuga að taka sýni úr neysluvatni 15. ágúst 2010 19:10 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur fengið staðfestingu á því að verktaki hafi látið seyruvökva úr rotþróm leka á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum. Sumarhúsaeigandi fer fram á að verktakanum verið vikið frá verkinu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands, sem sér um að tæma rotþrær á Þingvallasvæðinu, hefði lekið seyruvökva úr rotþrónum út á vatnsverndarsvæði svo neysluvatni stafi hugsanleg hætta af.„Á þessu svæði gerir maður ekki svona" Sumarhúsaeigandi sem varð vitni að athæfinu sendi heilbrigðiseftirliti Suðurlands afar harðort erindi þar sem hann gagnrýndi vinnubrögðin og sagði þau bæði gróf og viðurstyggileg. Hann fer fram á að Heilbrigðiseftirlitið grípi til aðgerða. Eftirlitið hefur fengið frásögn mannsins staðfesta hjá eiganda Stífluþjónustunnar. „Þeir segjast ekki hafa vitað að það mæti ekki losna þarna sem er út í hött," segir Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á mengunarsviði heilbrigðiseftirlits Suðurlands „Ég held að flestum ætti að vera ljóst að á þessu svæði gerir maður ekki svona." Sumarhúsaeigandinn segir í erindi sínu til eftirlitsins að hann hafi náð tali af fulltrúa fyrirtækisins, en sá hafi einnig borið við þekkingarleysi og haldið því fram að um hreinsaðan vökva væri að ræða. Hann fer fram á að verktakanum verði vikið frá verkinu.Kanna hvort taka eigi sýni úr neysluvatni Birgir segir að það verði að koma í ljós hvort fyrirtækinu sé treystandi til að starfa áfram á þessum vettvangi. „Við ræðum við eigandann á morgun og athugum hvað kemur út úr því." Þá muni heilbrigðiseftirlitið einnig kanna hvort ástæða sé til að taka sýni úr neysluvatni. Hörður Ingvarsson, forsvarsmaður Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands, hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná af honum tali síðan í gær. Tengdar fréttir Neysluvatni stefnt í hættu Grunur leikur á að seyruvökvi úr rotþróm hafi verið látinn leka út í umhverfið á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum. Heilbrigðisfulltrúi segir neysluvatni hætta búin. 14. ágúst 2010 18:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur fengið staðfestingu á því að verktaki hafi látið seyruvökva úr rotþróm leka á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum. Sumarhúsaeigandi fer fram á að verktakanum verið vikið frá verkinu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands, sem sér um að tæma rotþrær á Þingvallasvæðinu, hefði lekið seyruvökva úr rotþrónum út á vatnsverndarsvæði svo neysluvatni stafi hugsanleg hætta af.„Á þessu svæði gerir maður ekki svona" Sumarhúsaeigandi sem varð vitni að athæfinu sendi heilbrigðiseftirliti Suðurlands afar harðort erindi þar sem hann gagnrýndi vinnubrögðin og sagði þau bæði gróf og viðurstyggileg. Hann fer fram á að Heilbrigðiseftirlitið grípi til aðgerða. Eftirlitið hefur fengið frásögn mannsins staðfesta hjá eiganda Stífluþjónustunnar. „Þeir segjast ekki hafa vitað að það mæti ekki losna þarna sem er út í hött," segir Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á mengunarsviði heilbrigðiseftirlits Suðurlands „Ég held að flestum ætti að vera ljóst að á þessu svæði gerir maður ekki svona." Sumarhúsaeigandinn segir í erindi sínu til eftirlitsins að hann hafi náð tali af fulltrúa fyrirtækisins, en sá hafi einnig borið við þekkingarleysi og haldið því fram að um hreinsaðan vökva væri að ræða. Hann fer fram á að verktakanum verði vikið frá verkinu.Kanna hvort taka eigi sýni úr neysluvatni Birgir segir að það verði að koma í ljós hvort fyrirtækinu sé treystandi til að starfa áfram á þessum vettvangi. „Við ræðum við eigandann á morgun og athugum hvað kemur út úr því." Þá muni heilbrigðiseftirlitið einnig kanna hvort ástæða sé til að taka sýni úr neysluvatni. Hörður Ingvarsson, forsvarsmaður Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands, hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná af honum tali síðan í gær.
Tengdar fréttir Neysluvatni stefnt í hættu Grunur leikur á að seyruvökvi úr rotþróm hafi verið látinn leka út í umhverfið á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum. Heilbrigðisfulltrúi segir neysluvatni hætta búin. 14. ágúst 2010 18:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Neysluvatni stefnt í hættu Grunur leikur á að seyruvökvi úr rotþróm hafi verið látinn leka út í umhverfið á vatnsverndarsvæði á Þingvöllum. Heilbrigðisfulltrúi segir neysluvatni hætta búin. 14. ágúst 2010 18:30