Biskupsstofa átti fulltrúa í starfshópnum Erla Hlynsdóttir skrifar 18. október 2010 11:45 Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra „Börnum og unglingum skal ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar. Í leik- og grunnskóla skal börnum ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra." Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um samstarfs kirkju og skóla sem unnin var árið 2007. Þau drög að ályktun mannréttindasviðs Reykjavíkurborgar sem lögð hafa verið fram eru byggð á niðurstöðu þessarar skýrslu. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Umræða hefur verið uppi um að drögin séu lögð fram án samstarfs við Þjóðkirkjuna. Biskupsstofa átti hins vegar fulltrúa í starfshópi sem vann skýrsluna sem drögin byggja á en hópurinn vann skýrsluna um stefnumótun varðandi samstarf leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarfélog. Fulltrúar í hópnum voru: Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaskrifstofu Menntasviðs sem var formaður starfshópsins, Gerður Sif Hauksdóttir, fyrir hönd leikskólastjóra, Vilborg Runólfsdóttir, fyrir hönd grunnskólastjóra, Halldór Reynisson, frá Biskupsstofu, Konný Hákonardóttir, fyrir hönd leikskólakennara, Guðrún Edda Bentsdóttir, grunnskólaskrifstofu Menntasviðs, Gerður Gestsdóttir og Sólveig Jónasdóttir, Alþjóðahúsi og Þórdís Þórisdóttir leikskólaskrifstofu sem var ritari hópsins. Það er samdóma álit starfshópsins að mikilvægt sé að móta starfsreglur um samstarf leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarhópa. Skólastarf byggir á lögum og námskrám fyrir leik- og grunnskóla og á sama hátt byggir kirkjustarf sem og starfsemi annarra trúar og lífskoðunarhópa á þeim lögum sem þeim eru sett. Í tillögum starfshópsins að stefnumótun segir að samstarf leik- og grunnskóla við trúar og lífsskoðunarhópa skuli vera á forsendum leik- eða grunnskólans og samkvæmt þeim reglum sem skólastjórnendur setja í samræmi við lög og námskrár. Þar segir einnig: „Innan leik- og grunnskóla bera kennarar ábyrgð á kennslu og fræðslu barna um trúarbrögð, lífsskoðanir og kristilegt siðgæði. Lögð er áhersla á að í skólum fer fram fræðsla um mismunandi lífsskoðanir og trúarbrögð en þar er ekki stunduð boðun trúar. Í engum tilfellum er skólastarfi og starfi trúar- og lífsskoðunarhópa blandað saman. Leik- og grunnskólar hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að gera fjölbreytileikann sýnilegan á jákvæðan hátt og rækta með börnum og unglingum umburðarlyndi og skilning. Þess vegna er lögð áhersla á mikilvægi þess að stuðla að samræðu og fræðslu um trúarbrögð almennt í þeim tilgangi að tryggja rétt allra, bæði meiri- og minnihluta, og ala börn og nemendur upp við að virða almenn mannréttindi."Eins og kom fram í fréttum Vísis fyrir helgina er mótun reglna um samskipti trúfélaga og skóla komnar skammt á veg og því má búast við að þau drög sem lögð hafa verið fram eigi eftir að taka breytingum. Tengdar fréttir Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16. október 2010 13:46 Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Trú og hefðir strokaðar út? Meirihlutinn í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Ekki verður annað séð en að nái ýmsar tillögur sem þar er að finna fram að ganga, verði ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu afnumdar. 18. október 2010 06:00 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
„Börnum og unglingum skal ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar. Í leik- og grunnskóla skal börnum ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra." Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um samstarfs kirkju og skóla sem unnin var árið 2007. Þau drög að ályktun mannréttindasviðs Reykjavíkurborgar sem lögð hafa verið fram eru byggð á niðurstöðu þessarar skýrslu. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Umræða hefur verið uppi um að drögin séu lögð fram án samstarfs við Þjóðkirkjuna. Biskupsstofa átti hins vegar fulltrúa í starfshópi sem vann skýrsluna sem drögin byggja á en hópurinn vann skýrsluna um stefnumótun varðandi samstarf leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarfélog. Fulltrúar í hópnum voru: Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaskrifstofu Menntasviðs sem var formaður starfshópsins, Gerður Sif Hauksdóttir, fyrir hönd leikskólastjóra, Vilborg Runólfsdóttir, fyrir hönd grunnskólastjóra, Halldór Reynisson, frá Biskupsstofu, Konný Hákonardóttir, fyrir hönd leikskólakennara, Guðrún Edda Bentsdóttir, grunnskólaskrifstofu Menntasviðs, Gerður Gestsdóttir og Sólveig Jónasdóttir, Alþjóðahúsi og Þórdís Þórisdóttir leikskólaskrifstofu sem var ritari hópsins. Það er samdóma álit starfshópsins að mikilvægt sé að móta starfsreglur um samstarf leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarhópa. Skólastarf byggir á lögum og námskrám fyrir leik- og grunnskóla og á sama hátt byggir kirkjustarf sem og starfsemi annarra trúar og lífskoðunarhópa á þeim lögum sem þeim eru sett. Í tillögum starfshópsins að stefnumótun segir að samstarf leik- og grunnskóla við trúar og lífsskoðunarhópa skuli vera á forsendum leik- eða grunnskólans og samkvæmt þeim reglum sem skólastjórnendur setja í samræmi við lög og námskrár. Þar segir einnig: „Innan leik- og grunnskóla bera kennarar ábyrgð á kennslu og fræðslu barna um trúarbrögð, lífsskoðanir og kristilegt siðgæði. Lögð er áhersla á að í skólum fer fram fræðsla um mismunandi lífsskoðanir og trúarbrögð en þar er ekki stunduð boðun trúar. Í engum tilfellum er skólastarfi og starfi trúar- og lífsskoðunarhópa blandað saman. Leik- og grunnskólar hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að gera fjölbreytileikann sýnilegan á jákvæðan hátt og rækta með börnum og unglingum umburðarlyndi og skilning. Þess vegna er lögð áhersla á mikilvægi þess að stuðla að samræðu og fræðslu um trúarbrögð almennt í þeim tilgangi að tryggja rétt allra, bæði meiri- og minnihluta, og ala börn og nemendur upp við að virða almenn mannréttindi."Eins og kom fram í fréttum Vísis fyrir helgina er mótun reglna um samskipti trúfélaga og skóla komnar skammt á veg og því má búast við að þau drög sem lögð hafa verið fram eigi eftir að taka breytingum.
Tengdar fréttir Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16. október 2010 13:46 Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Trú og hefðir strokaðar út? Meirihlutinn í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Ekki verður annað séð en að nái ýmsar tillögur sem þar er að finna fram að ganga, verði ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu afnumdar. 18. október 2010 06:00 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16. október 2010 13:46
Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19
Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47
Trú og hefðir strokaðar út? Meirihlutinn í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Ekki verður annað séð en að nái ýmsar tillögur sem þar er að finna fram að ganga, verði ýmsar gamlar og góðar hefðir í skólastarfinu afnumdar. 18. október 2010 06:00