Viðskipti innlent

Erlendar skuldir Íslands nærri fjórtán þúsund milljarðar

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.

Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2010 og um stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins.

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 9 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við rúmlega 18 ma.kr. óhagstæðan jöfnuð á fjórðungnum á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 32,5 ma.kr. og 13,5 ma.kr. afgangur var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 53 ma.kr.

Halla á þáttatekjum á öðrum ársfjórðungi má eins og áður rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 40,6 ma.kr. og tekjur 16,9 ma.kr. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var neikvæður um 31,4 ma.kr. en viðskiptajöfnuður jákvæður um 14,8 ma.kr.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.206 ma.kr. í lok ársfjórð­ungsins en skuldir 13.917 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.711 ma.kr. og lækka nettóskuldir um tæpa 189 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.487 ma.kr. og skuldir 3.048 ma.kr. Hrein staða var því neikvæð um 561 ma.kr. að þeim undanskildum.

Enn eru takmarkaðar upplýsingar um erlendar eignir og skuldir innlánsstofnana í slitameðferð. Þær eru því að mestu leyti framreiknaðar eins og þær stóðu við þrot þeirra og sýndar sérstaklega í liðnum „Innlánsstofnanir í slitameðferð" sem er undirliður liðarins „Aðrir geirar".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×