Fótbolti

Beckenbauer gagnrýnir leikstíl Englands

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Enska landsliðið spilar ekki skemmtilegasta fótbolta í heimi. Franz Beckenbauer gengur þó enn lengra en þessi saklausa setning og segir opnunarleik Englands ekki hafa átt neitt skylt við fótbolta.

"Það sem ég sá frá enska liðinu á ekkert skylt við fótbolta. Fyrir mér sýndist mér enska liðið vera komið í gamla kerfið "kick and run," sagði Beckenbauer gagnrýninn.

"Ég er ekki viss um að Fabio Capello geti breytt miklu úr þessu. Enska liðinu er refsað fyrir það að það eru ekkert það margir góðir leikmenn í deildinni, það eru svo margir góðir erlendir leikmenn þar," sagði Þjóðverjinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×