Innlent

Segir valið standa á milli Í-listans og núverandi meirihluta

Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, er oddviti Í-listans. Hann var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2007-2009.
Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, er oddviti Í-listans. Hann var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2007-2009. Mynd/Pjetur
Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi og oddviti Í-listans á Ísafirði, segir að ný skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýni að valið í kosningunum í lok mánaðarins standi á milli núverandi meirihluta og Í-listans.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi mælist Í-listinn með hreinan meirihluta. Framboðið nýtur stuðnings 48,4% þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi Í-listinn fimm bæjarfulltrúa af níu. Samfylkingin, Frjálslyndir og óháðir og Vinstrihreyfingin - grænt framboð standa að framboðinu. Í-listinn fékk 40% atkvæða í kosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Undanfarin ár hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihluta í sveitarfélaginu.

„Þetta sýnir að það stefnir allt í spennandi kosningar og að afar mjótt verði á mununum. Það er ljóst að valið stendur annars vegar á milli Í-listans og hins vegar núverandi meirihluta. Þannig að öll atkvæði greidd öðrum en okkur er ávísun á óbreytt ástand," segir Sigurður.

Sigurður segir að Í-listinn leggi áherslu á fjölskyldu- og skólamál. Kosningabaráttan hafi aftur á móti farið hægt að stað. „Í skugga erfiðrar fjarhagsstöðu og samdráttar í atvinnulífinu hér síðastliðinn 20 ár hefur kosningabaráttan einkennst af þeirri þröngu stöðu sem sveitarfélagið er í."


Tengdar fréttir

Í-listinn mælist með hreinan meirihluta

Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×