Handbolti

Guðjón með tíu mörk og Selfoss vann loksins Ragnarsmótið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Guðjón er skruggufljótur þegar hann fær pláss til að athafna sig.
Guðjón er skruggufljótur þegar hann fær pláss til að athafna sig.
Hinn skeleggi hornamaður, Guðjón Drengsson, skoraði tíu mörk fyrir Selfoss í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta í gær.

Liðið vann Hauka í úrslitaleik 32-30. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur mótið sem haldið er á Selfossi.

Aðeins þrjár vikur eru þar til N1-deild karla í handbolta hefjist og er mótið liður í undirbúningi sex liða í því.

FH vann Val í leik um fimmta sætið og HK vann Fram í leiknum um þriðja sætið.

Verðlaun fyrir árangur á mótinu:

Markvörður mótsins: Birkir Fannar Bragason (Selfoss)

Varnamaður mótsins: Freyr Brynjarson (Haukum)

Sóknamaður mótsins: Bjarki Már Elísson (HK)

Markahæsti leikmaður: Bjarki Már Elísson með 26 mörk (HK)

Besti leikmaður mótsins: Ólafur Bjarki Ragnarsson (HK)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×