Rannsaka frekar ef þarf 12. apríl 2010 04:00 Rannsóknarnefnd Alþingis tók til starfa í byrjun árs 2009. Nefndarmenn hafa oft rætt um hve starfið hafi verið erfitt og Tryggvi Gunnarsson sagði á blaðamannfundi í janúar að hann hefði oft verið gráti nær við vinnslu hennar.fréttablaðið/stefán Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira