PwC vanrækti skyldur sínar 15. september 2010 05:30 Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj Fréttir Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj
Fréttir Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira