Fótbolti

Sanngjarn sigur Hollendinga á slökum Dönum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sofandi Poulsen í fyrsta markinu þar sem hann áttaði sig aldrei á því að hann væri að fá boltann til sín.
Sofandi Poulsen í fyrsta markinu þar sem hann áttaði sig aldrei á því að hann væri að fá boltann til sín. AFP
Danir ollu vonbrigðum í leiknum gegn Hollandi í dag. Hollendingar fóru með öruggan 2-0 sigur af hólmi og hefðu getað unnið stærra.

Fyrsta sjálfsmark keppninnar leit dagsins ljós í seinni hálfleik þegar Simon Paulsen fékk boltann í hausinn, hann fór af honum í bakið á Daniel Agger og þaðan inn.

Danir sóttu varla í seinni hálfleik og Hollendingar skoruðu aftur þegar Dirk Kuyt rúllaði boltanum yfir línuna eftir að skot Eljero Elia fór í stöngina.

Varamaðurinn Ibrahim Afellay hélt að hann hefði skorað undir lokin en Poulsen gerði vel og bjargaði á línu.

Hollendingar voru ekki sannfærandi en sigurinn var þó þægilegur. Danir litu illa út í seinni hálfleik en voru þó ágætir í þeim fyrri. Skyndisóknir þeirra þá voru ágætar, án þess að þær skiluðu árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×