Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd 15. september 2010 18:56 Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent