Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd 15. september 2010 18:56 Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira