Styttri aðgangur hærra orkuverð 15. september 2010 06:00 Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps þar sem meðal annars mun vera lagt upp með að stytta leyfilegan samningstíma varðandi afnotarétt af náttúruauðlindum í jarðhita og vatnsafli, í opinberri eigu. Samkvæmt lögum frá árinu 2008 er hámarkstími slíkra samninga nú 65 ár, en semja má um framlengingu að samningstímanum hálfnuðum (og þá aftur mest til 65 ára, heildarsamningstíminn getur því mestur orðið samtals 97,5 ár). Vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir hafa langan líftíma sem lengja má með reglulegu viðhaldi. Fjárfestingin er hins vegar mikil í upphafi. Ljóst er að styttri nýtingartími á auðlindinni hefur í för með sér hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð. Þetta má setja upp í einfalt tilbúið dæmi, en í töflunni hér til hliðar má sjá hvaða áhrif stytting nýtingartímans myndi væntanlega hafa á orkuverð ef viðkomandi virkjun ætti að geta borið sig. Við miðum hér við litla jarðvarmavirkjun með 10 megavatta (MW) uppsettu afli og gefum okkur að byggingarkostnaður sé um 2,2 milljónir dollara fyrir hvert MW, eða tæpar 260 milljónir króna á genginu 118. Nýtingarhlutfall virkjunarinnar er áætlað 63% (framleiðsla fyrir almennan markað), rekstrar- og viðhaldskostnaður er áætlaður 2% af fjárfestingunni, veginn fjármagnskostnaður er áætlaður 7,5% (sem um leið er þá lágmarksarðsemiskrafa) og loks er verðbólga á líftíma virkjunarinnar áætluð 2,5%. Til þess að hægt sé að afskrifa þessa virkjun á 65 ára tímabili þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 2,82 krónur á kílóvattstund (kWst). Ef við hins vegar styttum líftíma virkjunarinnar niður í 40 ár þá þarf þetta sama orkuverð, að öðrum forsendum óbreyttum, að vera að minnsta kosti 3,08 krónur per kWst, eða 9,2% hærra. Sé líftíminn enn styttur niður í 30 ár þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 3,39 krónur, 20,2% hærra en ef líftíminn væri 65 ár.Njótum ódýrrar orkuVið Íslendingar njótum einhvers lægsta raforkuverðs sem þekkist á Vesturlöndum. Á dögunum kom þannig fram að eftir að boðaðar gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur taka gildi mun raforkukostnaður í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna eftir sem áður verða frá 28% (í Helsinki) til 203% (í Kaupmannahöfn) hærri en hjá íbúum á veitusvæði Orkuveitunnar, miðað við sömu raforkunotkun. Ef borinn er saman húshitunarkostnaður milli þessara sömu höfuðborga er munurinn enn meiri, Íslendingum í hag. Þessi lági orkukostnaður er hins vegar ekki sjálfgefinn. Stytting leyfilegs samningstíma um aðgang að orkuauðlindum þýðir að sjálfsögðu hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð til heimila, fyrirtækja og stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps þar sem meðal annars mun vera lagt upp með að stytta leyfilegan samningstíma varðandi afnotarétt af náttúruauðlindum í jarðhita og vatnsafli, í opinberri eigu. Samkvæmt lögum frá árinu 2008 er hámarkstími slíkra samninga nú 65 ár, en semja má um framlengingu að samningstímanum hálfnuðum (og þá aftur mest til 65 ára, heildarsamningstíminn getur því mestur orðið samtals 97,5 ár). Vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir hafa langan líftíma sem lengja má með reglulegu viðhaldi. Fjárfestingin er hins vegar mikil í upphafi. Ljóst er að styttri nýtingartími á auðlindinni hefur í för með sér hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð. Þetta má setja upp í einfalt tilbúið dæmi, en í töflunni hér til hliðar má sjá hvaða áhrif stytting nýtingartímans myndi væntanlega hafa á orkuverð ef viðkomandi virkjun ætti að geta borið sig. Við miðum hér við litla jarðvarmavirkjun með 10 megavatta (MW) uppsettu afli og gefum okkur að byggingarkostnaður sé um 2,2 milljónir dollara fyrir hvert MW, eða tæpar 260 milljónir króna á genginu 118. Nýtingarhlutfall virkjunarinnar er áætlað 63% (framleiðsla fyrir almennan markað), rekstrar- og viðhaldskostnaður er áætlaður 2% af fjárfestingunni, veginn fjármagnskostnaður er áætlaður 7,5% (sem um leið er þá lágmarksarðsemiskrafa) og loks er verðbólga á líftíma virkjunarinnar áætluð 2,5%. Til þess að hægt sé að afskrifa þessa virkjun á 65 ára tímabili þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 2,82 krónur á kílóvattstund (kWst). Ef við hins vegar styttum líftíma virkjunarinnar niður í 40 ár þá þarf þetta sama orkuverð, að öðrum forsendum óbreyttum, að vera að minnsta kosti 3,08 krónur per kWst, eða 9,2% hærra. Sé líftíminn enn styttur niður í 30 ár þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 3,39 krónur, 20,2% hærra en ef líftíminn væri 65 ár.Njótum ódýrrar orkuVið Íslendingar njótum einhvers lægsta raforkuverðs sem þekkist á Vesturlöndum. Á dögunum kom þannig fram að eftir að boðaðar gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur taka gildi mun raforkukostnaður í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna eftir sem áður verða frá 28% (í Helsinki) til 203% (í Kaupmannahöfn) hærri en hjá íbúum á veitusvæði Orkuveitunnar, miðað við sömu raforkunotkun. Ef borinn er saman húshitunarkostnaður milli þessara sömu höfuðborga er munurinn enn meiri, Íslendingum í hag. Þessi lági orkukostnaður er hins vegar ekki sjálfgefinn. Stytting leyfilegs samningstíma um aðgang að orkuauðlindum þýðir að sjálfsögðu hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð til heimila, fyrirtækja og stofnana.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar