Fótbolti

Mesut Özil minnir Franz Beckenbauer á Lionel Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Ozil í leiknum á móti Ástralíu.
Mesut Ozil í leiknum á móti Ástralíu. Mynd/AP
Franz Beckenbauer er ávallt áberandi í þýskum fjölmiðlum þegar stórmót eru í gangi enda búinn að vinna heimsmeistaratitilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Keisarinn sparar ekki rósið til sinna manna eftir 4-0 stórsigur á Ástralíu í fyrsta leik.

„Þetta minnir mig á HM 1990 þegar við byrjuðum á því að vinna Júgóslava 4-1 í fyrsta leik," sagði Franz Beckenbauer í viðtali hjá Bild. Joachim Löw er að gera frábæra hluti með hið unga lið Þjóðverja sem á bestu frammistöðu liðs til þess á HM í Suður-Afríku.

Mesut Özil stóð sig mjög vel í frysta leiknum þótt að hann hafi ekki náð að skora. Beckenbauer er mjög hrifinn af þessum 22 ára leikmanni Werder Bremen.

„Það er margt líkt með honum og Lionel Messi," sagði Beckenbauer en þýsku fjölmiðlamennirnir eru iðnari við að líkja honum við gamla þýska landsliðsmenn eins og Thomas Hässler eða Pierre Littbarski sem báðir voru með í síðasta heimsmeistaraliði Þjóðverja árið 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×