Handbolti

Halldór: Góð vörn skilaði okkur þessum stigum

Stefán Árni Pálsson skrifar

„Þetta var hörkuleikur og það er alls ekki auðvelt að koma hingað í Mosó og ná í stig,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld.

Haukar unnu frábæran sigur á nýliðunum í Aftureldingu  ,22-23,  í þriðju umferð N1-deild karla í kvöld.

„Við bjuggumst við þeim alveg brjáluðum, með mikla baráttu og kolbrjálaða áhorfendur sem var raunin.“

„Við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn en vorum ekki að finna okkur fram á við á vellinum. Ég hefði viljað sjá okkur nokkrum mörkum yfir í hálfleik en það gekk ekki eftir og þetta varð að hörkuleik,“ sagði Halldór.

„Við lentum síðan undir í seinni hálfleik og þurftum að eyða miklu púðri að ná því upp. Við fengum að fjúka útaf allt of mikið í leiknum og því er ég sérstaklega ánægður að hafa náði í tvö stig út úr þessum leik,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka,  ánægður eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×