Viðskipti erlent

Lögmenn hagnast um 80 milljarða á Lehman Brothers

Tiltektin eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum hefur gefið lögmönnum 642 milljónir dollara eða um 80 milljarða kr. í aðra hönd. Alls hafa 28 lögmannstofur skrifað feita reikninga fyrir aðkomu sín að þrotabúinu frá haustinu 2008 að því er segir í frétt á CNN Money um málið.

Lögfræðiprófessor við Seton Hall háskólann segir í samtali við CNN að lögfræðikostnaðurinn við tiltekina og þrotabúið gæti endað í meir en 900 milljónum dollara þegar upp er staðið eða hátt í 120 milljarða kr.

Skýrsla upp á 2.200 blaðsíður frá lögmannsstofunni Jenner & Brock um vafasamar aðferðir Lehman Brothers hefur vakið mikla athygli í fjármálaheiminum undanfarna daga. Sú skýrsla ein og sér kostnaði a.m.k. 38 milljónir dollara eða um 2 milljónir kr. á hverja blaðsíðu.

Sú lögmannsstofa sem hefur hagnast mest á falli Lehman Brothers er Alvarez & Marsal. Fram að janúarlokum s.l. hafði stofan fengið greiddar 233 milljónir dollara eða tæplega 30 milljarða kr. fyrir vinnu sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×