Handbolti

Tap hjá Íslendingaliðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir Svavarsson er nýbakaður faðir en lét sig samt ekki vanta í leik Hannover í dag.
Vignir Svavarsson er nýbakaður faðir en lét sig samt ekki vanta í leik Hannover í dag.

Það gengur hvorki né rekur hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar í Hannover Burgdorf en liðið tapaði enn einum leiknum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er það sótti Magdeburg heim.

Lokatölur 28-21 fyrir Magdeburg. Hannes Jón Jónsson var markahæstur Íslendinganna hjá Hannover með þrjú mörk. Hinn nýbakaði faðir, Vignir Svavarsson, skoraði tvö mörk rétt eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson.

Hannover er í næstneðsta sæti deildarinnar með stigi meira en Íslendingaliðið Rheinland.

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt töpuðu síðan fyrir Friesenheim, 26-25. Sverre komst ekki á blað í leiknum.

Grosswallstadt er í níunda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×