Fótbolti

KR komið áfram í Evrópudeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

KR komst í kvöld í aðra umferð Evrópudeildar UEFA er liðið gerði jafntefli, 2-2, við norður-írska liðið Glentoran ytra. KR vann fyrri leikinn 3-0 og því örugglega áfram, 5-2.

KR lá eðlilega frekar aftarlega í byrjun leiks enda með góða forystu. Glentoranmenn náðu þó að koma sér á blað strax á 22. mínútu er Callacher skoraði fyrir þá. Enn von fyrir Norður-Írana.

Á 44. mínútu fékk KR aukaspyrnu. Björgólfur tók hana en skotið var ekki fastara en svo að Kjartan Henry Finnbogason komst inn í boltann og skoraði fyrir KR.

1-1 og nú þurfti Glentoran að skora fimm mörk til þess að komast áfram.

Á 54. mínútu fór allt að gerast. Fyrst skoraði Glentoran sjálfsmark og aðeins mínútu síðar brýtur Skúli Jón Friðgeirsson af sér. Vítaspyrna dæmd og Skúli fékk að líta rauða spjaldið.

Hamilton skoraði úr vítinu. 2-2 og KR leikmanni færri.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og KR komið örugglega áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×