Innlent

Dæmdur sekur um morð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ellert Sævarsson þegar hann var dæmdur fyrir morðið í Héraðsdómi Reykjaness.
Ellert Sævarsson þegar hann var dæmdur fyrir morðið í Héraðsdómi Reykjaness.

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir Ellert Sævarssyni fyrir morð. Ellert var ákærður fyrir að hafa veist að manni fyrir utan heimahús í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 8. maí síðastliðins og kýlt hann með krepptum hnefum.

Þá sparkaði hann í höfuð og líkama hans þar sem hann lá á gangstétt og kastaði þungum kantsteini í hnakka hans með þeim afleiðingum að hann lést skömmu eftir atlöguna. Ellert var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness og var ákvörðun um refsingu óröskuð í Hæstarétti.

Fram kom við meðferð málsins í héraðsdómi að Ellert var undir áhrifum áfengis þegar morðið var framið. Þá fundust jafnframt leifar af amfetamíni í blóði hans. Hann játaði brot sitt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×