Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford 31. desember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. Blackburn komst 2-0 yfir í leiknum áður en Dimitar Berbatov náði að jafna metin með tveimur mörkkum snemma í seinni hálfleik. Grant Hanley var svo hetja Blackburn þegar hann skoraði sigurmark liðsins með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. Sannarlega ótrúleg úrslit og mistókst því United að fara á topp deildarinnar um sinn því Manchester City á leik síðar í dag. Blackburn var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en er nú í átjánda sætinu með fjórtán stig. Óhætt er að fullyrða að þetta er langstærsti sigur Steve Kean á ferlinum en hann hefur verið afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum Blackburn. Þeir fagna sigrinum væntanlega vel og innilega þrátt fyrir því og setja „Kean Out"-borðana sína í geymslu í bili. Berbatov gerði sig sekan um skelfilega mistök í upphafi leiks þegar hann togaði niður Chris Samba í vítateig United. Víti var dæmt og Yakubu skoraði af öryggi. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik en Yakubu gerði sér lítið fyrir og kom Blackburn í 2-0 forystu með laglegu skoti. United náði þó að minnka muninn aðeins mínútu síðar og var Berbatov þar að verki með skalla af stuttu færi. Búlgarinn skoraði öðru sinni tíu mínútum síðar með skoti eftir flottan undirbúning frá Antonio Valencia. Þar með héldu margir að United myndi láta kné fylgja kviði en allt kom fyrir ekki. Blackburn lagði allt kapp á að sækja og skoraði hinn ungi Grant Hanley með skalla eftir hornspyrnu Morten Gamst Pedersen á 80. mínútu. Þar við sat og ótrúleg niðurstaða staðreynd. Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. Blackburn komst 2-0 yfir í leiknum áður en Dimitar Berbatov náði að jafna metin með tveimur mörkkum snemma í seinni hálfleik. Grant Hanley var svo hetja Blackburn þegar hann skoraði sigurmark liðsins með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. Sannarlega ótrúleg úrslit og mistókst því United að fara á topp deildarinnar um sinn því Manchester City á leik síðar í dag. Blackburn var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en er nú í átjánda sætinu með fjórtán stig. Óhætt er að fullyrða að þetta er langstærsti sigur Steve Kean á ferlinum en hann hefur verið afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum Blackburn. Þeir fagna sigrinum væntanlega vel og innilega þrátt fyrir því og setja „Kean Out"-borðana sína í geymslu í bili. Berbatov gerði sig sekan um skelfilega mistök í upphafi leiks þegar hann togaði niður Chris Samba í vítateig United. Víti var dæmt og Yakubu skoraði af öryggi. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik en Yakubu gerði sér lítið fyrir og kom Blackburn í 2-0 forystu með laglegu skoti. United náði þó að minnka muninn aðeins mínútu síðar og var Berbatov þar að verki með skalla af stuttu færi. Búlgarinn skoraði öðru sinni tíu mínútum síðar með skoti eftir flottan undirbúning frá Antonio Valencia. Þar með héldu margir að United myndi láta kné fylgja kviði en allt kom fyrir ekki. Blackburn lagði allt kapp á að sækja og skoraði hinn ungi Grant Hanley með skalla eftir hornspyrnu Morten Gamst Pedersen á 80. mínútu. Þar við sat og ótrúleg niðurstaða staðreynd.
Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira