Bak við tjöldin á Reykjavík Fashion Festival 15. apríl 2011 22:00 Fjörutíu og átta fyrirsætur frá Elite Iceland gengu á pallinum og á bak við þær var samstilltur hópur fagfólks. Gífurlegur fjöldi fólks stóð á bak við framkvæmd Reykjavík Fashion Festival, sem fór fram fyrir tveimur vikum. Alls komu um 180 manns að sýningunum í Hafnarhúsinu og gekk dagskráin sem smurð frá upphafi til enda þannig að margir gestanna veltu því fyrir sér hvaða snillingar leyndust bak við tjöldin. „Við höfðum sjúklega gott fólk með okkur í ár," segir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þessi þétti hópur gerði það að verkum að stemmningin baksvið var frábær eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. „Þetta kallaði á mikið skipulag og tempó sem allur hópurinn þurfti að vera samstíga í. Plássið baksviðs niðri í Listasafni Reykjavíkur var ekki nema um 140 fermetrar þannig að það var þröng á þingi. En þetta gekk súper vel undir stjórn Þórey Evu sviðstjóra, Ellenar Loftsdóttir stílista og Tinnu Aðalbjörnsdóttir fyrirsætustjórnanda." Fyrirsæturnar sem gengu út pallinn á sýningunni voru alls fjörutíu og átta. „Það var fimmtán manna gengi frá Label M undir stjórn Baldurs Rafns Gylfasonar sem sá um hárið á þeim. Svo voru þarna tíu make up-snillingar frá Maybelline undir stjórn Andreu Helgadóttur sem sáu um förðun. Allir stóðu helgarvaktina eins og hermenn. Þarna voru bara ofurmenn og ofurkonur sem varð til þess að sýningar allra 22 fatahönnuðanna heppnuðust fullkomlega." RFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks stóð á bak við framkvæmd Reykjavík Fashion Festival, sem fór fram fyrir tveimur vikum. Alls komu um 180 manns að sýningunum í Hafnarhúsinu og gekk dagskráin sem smurð frá upphafi til enda þannig að margir gestanna veltu því fyrir sér hvaða snillingar leyndust bak við tjöldin. „Við höfðum sjúklega gott fólk með okkur í ár," segir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þessi þétti hópur gerði það að verkum að stemmningin baksvið var frábær eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. „Þetta kallaði á mikið skipulag og tempó sem allur hópurinn þurfti að vera samstíga í. Plássið baksviðs niðri í Listasafni Reykjavíkur var ekki nema um 140 fermetrar þannig að það var þröng á þingi. En þetta gekk súper vel undir stjórn Þórey Evu sviðstjóra, Ellenar Loftsdóttir stílista og Tinnu Aðalbjörnsdóttir fyrirsætustjórnanda." Fyrirsæturnar sem gengu út pallinn á sýningunni voru alls fjörutíu og átta. „Það var fimmtán manna gengi frá Label M undir stjórn Baldurs Rafns Gylfasonar sem sá um hárið á þeim. Svo voru þarna tíu make up-snillingar frá Maybelline undir stjórn Andreu Helgadóttur sem sáu um förðun. Allir stóðu helgarvaktina eins og hermenn. Þarna voru bara ofurmenn og ofurkonur sem varð til þess að sýningar allra 22 fatahönnuðanna heppnuðust fullkomlega."
RFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira