Vill að ríki taki upp frjálsan hugbúnað SB skrifar 18. júní 2011 19:45 Richard Stallman er umdeildur maður. Hann hefur allan sinn feril barist fyrir frjálsum hugbúnaði, lagði grunninn að GNU-Linux stýrikerfinu og boðar fagnaðarerindi tölvufrelsis víða um heim. Hann er nú staddur hér landi á vegum samtaka um stafrænt frelsi og heldur fyrirlestur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla sem hefst klukkan eitt á morgun. „Það er óréttlátt að eigandi hugbúnaðar stjórni notandanum. Grunnhugmynd hreyfingarinnar um frjálsan hugbúnað er að við eigum að taka stjórn á okkar eigin tölvunotkun með að hafna þeirri hugmynd að stjórn hugbúnaðar sé ekki í okkar eigin höndum," segir Richard Stallman. Fyrir tilstilli Richard sögðu yfir 12 þúsund skólar á Indlandi upp samningum sínum við Microsoft og frjáls hugbúnaður var tekinn upp í staðinn. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama „Með því að taka upp frjálsan hugbúnað í skólum læra krakkarnir mun meira en þegar þeir eru háðir ófrjálsum hugbúnaði og þetta er eitt af því sem þarf að breyta." Hann segir ríki ekki geta talist sjálfstæð hafi þau ekki stjórn á eigin tölvukerfum. „Stofnanir ríkja eiga að fara fram á að hafa stjórn á þeirra eigin tölvukerfum. Það er hluti af því að teljast sjálfstætt ríki. Þess vegna eiga ríkisstofnanir aldrei að leyfa sér að nota ófrjáls forrit og hugbúnað. Þau mega ekki leyfa einkafyrirtækjum að stjórna tölvukerfum sínum því ólíkt einstaklingum, sem nota tölvur fyrir sína eigin hagsmuni, þá nota ríki tölvukerfi fyrir hagsmuni samfélagsins."Ef þú værir staddur í læstu herbergi þar sem væru aðeins tvær tölvur, önnur með Windows stýrikerfinu og hin Apple. Hvor tölvuna myndirðu velja? „Ég myndi nota tölvurnar í eins stuttan tíma og hægt er til að búa til kerfi byggt á frjálsum hugbúnaði sem leysir hin af hólmi."Hægt er að horfa á allt viðtalið við Richard Stallman hér. Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Sjá meira
Richard Stallman er umdeildur maður. Hann hefur allan sinn feril barist fyrir frjálsum hugbúnaði, lagði grunninn að GNU-Linux stýrikerfinu og boðar fagnaðarerindi tölvufrelsis víða um heim. Hann er nú staddur hér landi á vegum samtaka um stafrænt frelsi og heldur fyrirlestur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla sem hefst klukkan eitt á morgun. „Það er óréttlátt að eigandi hugbúnaðar stjórni notandanum. Grunnhugmynd hreyfingarinnar um frjálsan hugbúnað er að við eigum að taka stjórn á okkar eigin tölvunotkun með að hafna þeirri hugmynd að stjórn hugbúnaðar sé ekki í okkar eigin höndum," segir Richard Stallman. Fyrir tilstilli Richard sögðu yfir 12 þúsund skólar á Indlandi upp samningum sínum við Microsoft og frjáls hugbúnaður var tekinn upp í staðinn. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama „Með því að taka upp frjálsan hugbúnað í skólum læra krakkarnir mun meira en þegar þeir eru háðir ófrjálsum hugbúnaði og þetta er eitt af því sem þarf að breyta." Hann segir ríki ekki geta talist sjálfstæð hafi þau ekki stjórn á eigin tölvukerfum. „Stofnanir ríkja eiga að fara fram á að hafa stjórn á þeirra eigin tölvukerfum. Það er hluti af því að teljast sjálfstætt ríki. Þess vegna eiga ríkisstofnanir aldrei að leyfa sér að nota ófrjáls forrit og hugbúnað. Þau mega ekki leyfa einkafyrirtækjum að stjórna tölvukerfum sínum því ólíkt einstaklingum, sem nota tölvur fyrir sína eigin hagsmuni, þá nota ríki tölvukerfi fyrir hagsmuni samfélagsins."Ef þú værir staddur í læstu herbergi þar sem væru aðeins tvær tölvur, önnur með Windows stýrikerfinu og hin Apple. Hvor tölvuna myndirðu velja? „Ég myndi nota tölvurnar í eins stuttan tíma og hægt er til að búa til kerfi byggt á frjálsum hugbúnaði sem leysir hin af hólmi."Hægt er að horfa á allt viðtalið við Richard Stallman hér.
Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Sjá meira