Erlent

Bandaríkjamenn ræða um frið við talíbana

Hamid Karzai, forseti Afganistans.
Hamid Karzai, forseti Afganistans. Mynd/AP
Bandaríkjamenn eiga í friðarviðræðum við talíbana í Afganistan. „Friðarviðræður eru hafnar og þeim miðar vel. Erlendar hersveitir taka þátt í viðræðunum og þá einkum Bandaríkjamenn sem leiða þær,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, á blaðamannafundi í morgun.

Stríðið í Afganistan hefur nú staðið yfir í um 10 ár og hefst brottflutningur bandarískra hermanna í næsta mánuði. Áætlanir gera ráð fyrir að síðustu bandarísku hermennirnir yfirgefi Afganistan árið 2014 þegar heimamenn taka alfarið við stjórn öryggismála.

Karzai hefur um nokkurt skeið talað fyrir friðarviðræðum við talíbana og ekki síst að fá almenna fótgönguliða til að yfirgefa hreyfinguna. Fyrr á þessu ári ýjaði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til þess að ná friði í Afganistan þyrfti hugsanlega að efna til formlegra viðræðna við talíbana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×