Erlent

Efla þarf regluverk og eftirlit

Jean-Claude Trichet Myntbandalagið hefur tryggt stöðugleika þrátt fyrir veikburða regluverk.nordicphotos/AFP
Jean-Claude Trichet Myntbandalagið hefur tryggt stöðugleika þrátt fyrir veikburða regluverk.nordicphotos/AFP
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, hefur í liðinni viku við nokkur tækifæri rætt nauðsyn þess að gerðar verði breytingar á regluverki evrunnar. Hann segir að regluverkið, sem sett var upp seint á síðustu öld, hafi reynst veikburða og í ofanálag hafi því ekki verið fylgt nægilega vel eftir.

„Ríkisskuldakreppan í þremur af smærri ríkjum evrusvæðisins sýnir nauðsyn þess að gerðar verði víðtækar umbætur á stofnunum fjármálaeftirlits og þjóðhagseftirlits í Evrópu,“ sagði hann í ræðu fyrr í vikunni. „Hér eru það ríkisstjórnir aðildarríkjanna sem þurfa að búa til stofnanir sem henta fullbúnu efnahags- og myntbandalagi.“ Hann segir hins vegar ástæðulaust að hafa sérstakar áhyggjur af evrusamstarfinu þótt aðstæður aðildarríkjanna séu mismunandi. Munurinn á aðildarríkjum evrusvæðisins sé ekki meiri en munurinn á einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Hann telur reynsluna af myntsamstarfinu almennt góða, það hafi til dæmis tryggt meiri verðstöðugleika í evruríkjunum undanfarin tólf ár en næstu hálfu öldina þar á undan.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×