Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi 10. febrúar 2011 07:16 Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira