Evran betri en kanadadollar 17. júní 2011 20:12 Að mati aðalhagfræðings seðlabankans er evran heppilegust ef íslendingar ákveða að reka fastgengisstefnu gagnvart öðrum gjaldmiðli. Hann segir Íslendinga ekki eiga nógu mikil viðskipti við Kanadamenn til að dollarinn sé betri. Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, mælir með fastgengisstefnu fyrir Ísland ef marka má niðurstöður rannsókna hans. Þær benda til að sjálfstæður gjaldmiðill í litlu hagkerfi virki sveifluvaldandi, frekar en sveiflujafnandi, eins og fréttastofa hefur greint frá. „Þær benda til þess að hörð fastgengisstefna sé það sem við ættum að taka upp. Það getur verið innganga í myntbandalag eða myntráð," segir Þórarinn, en myntráð merkir að erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð. Hann segir að „mjúk" fastgengisstefna, þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli, skapi ekki sama ávinning. Í rannsókninni er ekki tekin afstaða til þess gagnvart hvaða gjaldmiðli væri heppilegast að festa gengið, þó verið sé að rannsaka það í seðlabankanum. Persónuleg skoðun Þórarins er þó sú að evran henti best. „Ég hef svo sem áður komið fram og sagt að meginrökin hnígi að því að þetta sé stór gjaldmiðill. Ávinningurinn af því að taka upp aðra mynt er því meiri eftir því sem gjaldmiðillinn er stærri. Hann er líka meiri eftir því sem viðskipti okkar við myntsvæðið eru meiri. Þá hníga þessi efnahagslegu rök að því að sá gjaldmiðill sé evran. Við útilokum í rauninni ekkert annað og erum nú að framkvæma rannsókn þar sem við reynum að svara þessum spurningum." Aðrir gjaldmiðlar hafa þó verið nefndir til sögunnar, en álitsgjafar hafa nefnt bæði Bandaríkjadal og Kanadadal sem hugsanlega akkerisgjaldmiðla gagnvart Íslandi. Þórarinn segir þó að þeir henti verr en evran út frá rökum um að viðskipti okkar við viðkomandi myntsvæði séu sem mest til að hámarka ávinninginn af fastgengisstefnunni. „Viðskiptin við evrusvæðið eru um helmingurinn af okkar utanríkisviðskiptum. Bandaríkin eru rúmlega tíu prósent og Kanada innan við eitt prósent, ef ég man rétt. Út frá þessum rökum hentar evran klárlega betur en hinir tveir." Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Að mati aðalhagfræðings seðlabankans er evran heppilegust ef íslendingar ákveða að reka fastgengisstefnu gagnvart öðrum gjaldmiðli. Hann segir Íslendinga ekki eiga nógu mikil viðskipti við Kanadamenn til að dollarinn sé betri. Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, mælir með fastgengisstefnu fyrir Ísland ef marka má niðurstöður rannsókna hans. Þær benda til að sjálfstæður gjaldmiðill í litlu hagkerfi virki sveifluvaldandi, frekar en sveiflujafnandi, eins og fréttastofa hefur greint frá. „Þær benda til þess að hörð fastgengisstefna sé það sem við ættum að taka upp. Það getur verið innganga í myntbandalag eða myntráð," segir Þórarinn, en myntráð merkir að erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð. Hann segir að „mjúk" fastgengisstefna, þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli, skapi ekki sama ávinning. Í rannsókninni er ekki tekin afstaða til þess gagnvart hvaða gjaldmiðli væri heppilegast að festa gengið, þó verið sé að rannsaka það í seðlabankanum. Persónuleg skoðun Þórarins er þó sú að evran henti best. „Ég hef svo sem áður komið fram og sagt að meginrökin hnígi að því að þetta sé stór gjaldmiðill. Ávinningurinn af því að taka upp aðra mynt er því meiri eftir því sem gjaldmiðillinn er stærri. Hann er líka meiri eftir því sem viðskipti okkar við myntsvæðið eru meiri. Þá hníga þessi efnahagslegu rök að því að sá gjaldmiðill sé evran. Við útilokum í rauninni ekkert annað og erum nú að framkvæma rannsókn þar sem við reynum að svara þessum spurningum." Aðrir gjaldmiðlar hafa þó verið nefndir til sögunnar, en álitsgjafar hafa nefnt bæði Bandaríkjadal og Kanadadal sem hugsanlega akkerisgjaldmiðla gagnvart Íslandi. Þórarinn segir þó að þeir henti verr en evran út frá rökum um að viðskipti okkar við viðkomandi myntsvæði séu sem mest til að hámarka ávinninginn af fastgengisstefnunni. „Viðskiptin við evrusvæðið eru um helmingurinn af okkar utanríkisviðskiptum. Bandaríkin eru rúmlega tíu prósent og Kanada innan við eitt prósent, ef ég man rétt. Út frá þessum rökum hentar evran klárlega betur en hinir tveir."
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira