Erlent

Kviðdómari ræddi við sakborning á Facebook

Joanne viðurkenndi að hafa haft samúð með sakborningi og því hafi hún haft samband við konuna og sent henni skilaboð í gegnum Facebook þar sem Joanne greindi frá umræðum innan kviðdómsins.
Joanne viðurkenndi að hafa haft samúð með sakborningi og því hafi hún haft samband við konuna og sent henni skilaboð í gegnum Facebook þar sem Joanne greindi frá umræðum innan kviðdómsins.
Kviðdómari í Bretlandi hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa haft samband við sakborning í gegnum Facebook.

Saksóknarinn í málinu sagði að dómurinn ætti að vera öðrum kviðdómurum víti til varnaðar, en hin fertuga Joanne Fraill er sú fyrsta sem er dæmd fyrir vanvirðingu við dómstóla vegna gjörða sinna á internetinu.

Hún sat í kviðdómi í fíkniefnatengdum málaferlum gegn 34 ára konu í borginni Manchester á síðasta ári.

Joanne viðurkenndi að hafa haft samúð með konunni og því hafi hún haft samband við hana og sent henni skilaboð í gegnum Facebook þar sem Joanne greindi frá umræðum innan kviðdómsins. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa flett kærasta konunnar upp á netinu, en hann var einnig sakborningur í málinu.

Hvort tveggja er brot á reglum enska réttarkerfisins, og því var konan sakfelld fyrir vanvirðingu við réttinn og dæmd til átta mánaða fangelsisvistar, en hún gróf höfuðið í höndum sér og grét þegar dómurinn var kveðinn upp.

Almenningur var hins vegar látinn borga brúsann, því málaferlin kostuðu um 6 milljónir punda, meira en milljarð króna, en dómarinn neyddist til að leysa kviðdóminn upp þegar upp komst um athæfi Joanne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×