McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni frá Mastersmótinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. júní 2011 11:00 Norður-írska ungstirnið Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hann lék á 65 höggum eða -6. AFP Norður-írska ungstirnið Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hann lék á 65 höggum eða -6. McIlroy, sem er 22 ára gamall, sagði að hann hefði getað leikið mun betur þrátt fyrir allt en hann er með þriggja högga forskot. McIlroy „bráðnaði" á lokadegi Mastersmótsins í apríl þar sem hann lék á 80 höggum og klúðraði forskotinu sem hann hafði fyrir lokahringinn. Hinn vel hærði kylfingur virðist hafa hrist þann hroll af sér og hann gerði engin mistök í gær í Maryland þar sem hann fékk sex fugla og aðrar holur lék hann á pari. „Mér leið vel úti á vellinum," sagði McIlroy eftir hringinn í gær við Sky sjónvarpsstöðina. „Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér að ég hefði getað leikið á tveimur höggum betur en ég er að sjálfsögðu ánægður með 65 högg. Ég gerði engin mistök og ég lék vel. Það var aðeins ein flöt sem ég hitti ekki og ef maður gerir það á þessu móti þá er maður að leika vel," sagði McIlroy en hann mætti á undan flestum öðrum kylfingum á keppnisvöllinn til þess að undirbúa sig fyrir annað stórmót ársins af alls fjórum. „Mér finnst best að koma rúmlega viku fyrir svona mót og leika æfingahringina áður en flestir koma. Ég nota síðustu dagana fyrir mótið til þess að safna kröftum, hvíla mig og þannig vil ég undirbúa mig fyrir stórmót," bætti McIlroy við en hann er í ráshóp með Phil Mickelson og Dustin Johnson. McIlroy sagði ennfremur að hann þyrfti að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hann gæti sigrað á stórmóti eftir að hafa leikið af sér á lokadeginum á Mastersmótinu á Augusta. „Ég skil vel að margir séu að velta þessari spurningu fyrir sér. Ég sagði á fundi fyrir mótið að ég þyrfti að sanna fyrir sjálfum mér að ég hefði lært af reynslunni eftir Mastersmótið," sagði McIlroy. Golf Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Norður-írska ungstirnið Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hann lék á 65 höggum eða -6. McIlroy, sem er 22 ára gamall, sagði að hann hefði getað leikið mun betur þrátt fyrir allt en hann er með þriggja högga forskot. McIlroy „bráðnaði" á lokadegi Mastersmótsins í apríl þar sem hann lék á 80 höggum og klúðraði forskotinu sem hann hafði fyrir lokahringinn. Hinn vel hærði kylfingur virðist hafa hrist þann hroll af sér og hann gerði engin mistök í gær í Maryland þar sem hann fékk sex fugla og aðrar holur lék hann á pari. „Mér leið vel úti á vellinum," sagði McIlroy eftir hringinn í gær við Sky sjónvarpsstöðina. „Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér að ég hefði getað leikið á tveimur höggum betur en ég er að sjálfsögðu ánægður með 65 högg. Ég gerði engin mistök og ég lék vel. Það var aðeins ein flöt sem ég hitti ekki og ef maður gerir það á þessu móti þá er maður að leika vel," sagði McIlroy en hann mætti á undan flestum öðrum kylfingum á keppnisvöllinn til þess að undirbúa sig fyrir annað stórmót ársins af alls fjórum. „Mér finnst best að koma rúmlega viku fyrir svona mót og leika æfingahringina áður en flestir koma. Ég nota síðustu dagana fyrir mótið til þess að safna kröftum, hvíla mig og þannig vil ég undirbúa mig fyrir stórmót," bætti McIlroy við en hann er í ráshóp með Phil Mickelson og Dustin Johnson. McIlroy sagði ennfremur að hann þyrfti að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hann gæti sigrað á stórmóti eftir að hafa leikið af sér á lokadeginum á Mastersmótinu á Augusta. „Ég skil vel að margir séu að velta þessari spurningu fyrir sér. Ég sagði á fundi fyrir mótið að ég þyrfti að sanna fyrir sjálfum mér að ég hefði lært af reynslunni eftir Mastersmótið," sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira