Ruglmyndband með kylfingum slær í gegn á Youtube Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. júní 2011 13:00 Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í „strákabandi" og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube. Ben Crane, Bubba Watson, Hunther Mahan og Rickie Fowler fara á kostum í þessum myndbandi sem hefur vakið gríðarlega athygli. Fyrsta lagið með þeim félögum heitir því flókna nafni „Oh, Oh Oh". Það er Crane sem er aðalhugmyndsmiðurinn á bak við þetta uppátæki. Þeir félagar gerðu myndbandið í samvinnu við bandaríska tryggingafyrirtækið Farmers sem gefur 1.000 bandaríkjadali til góðgerðamála fyrir hverjar 100.000 heimsóknir á myndbandið á Youtube. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í „strákabandi" og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube. Ben Crane, Bubba Watson, Hunther Mahan og Rickie Fowler fara á kostum í þessum myndbandi sem hefur vakið gríðarlega athygli. Fyrsta lagið með þeim félögum heitir því flókna nafni „Oh, Oh Oh". Það er Crane sem er aðalhugmyndsmiðurinn á bak við þetta uppátæki. Þeir félagar gerðu myndbandið í samvinnu við bandaríska tryggingafyrirtækið Farmers sem gefur 1.000 bandaríkjadali til góðgerðamála fyrir hverjar 100.000 heimsóknir á myndbandið á Youtube.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira