Ódýrar indverskar sprautunálar ollu vandræðum á Landspítalanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2011 18:30 Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira