Ódýrar indverskar sprautunálar ollu vandræðum á Landspítalanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2011 18:30 Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira