Líftækni í ljósi skáldskapar 13. ágúst 2011 21:00 Úlfhildur Dagsdóttir Mynd/GVA Líftækni, vélmenni, gervimenni og klón í bókmenntum og myndmáli er viðfangsefni nýútkominnar bókar Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. "Mér fannst orðið tímabært að varpa nýju ljósi á umræðuna sem hefur verið á svolítið afmörkuðum nótum á Íslandi; of póltísk og of sértæk. Ég vil færa umræðuna yfir í breiðara samhengi byggt á skáldskap, félagsvísindum og hugvísindum og opna þannig hið menningarpólitíska samhengi." Þannig lýsir Úlfhildur Dagsdóttir viðfangsefni nýútkominnar bókar sinnar, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, þar sem leitast er við að skoða hvernig skáldskapur mótar hugmyndir manna um líftækni ekki síður heldur en vísindin. Að hennar sögn er fátítt að líftækni hafi verið skoðuð með þessum hætti hérlendis. "Fjallað hefur verið um líftækni í ljósi skáldskapar í nokkrum útgefnum greinum en aldrei í heildstæðu riti eingöngu helguðu viðfangsefninu," segir hún og útskýrir að bókin sé fræðrit í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn tengir þannig líftækni við bókmenntir og myndmál, þar með talið myndasögur, kvikmyndir og tónlistarmyndbönd. Í öðrum er yfirlit yfir erlenda umræðu um líftækni og sæborgir með áherslu á tengsl hennar við bókmenntir og afþreyingarmenningu. Loks er horft til heimahagana þar sem innsýn er veitt í stöðu líftækni í fræðum og listum hérlendis. "Allt miðar þetta að því að skoða hvaða áhrif tækni hefur á samfélagið okkar og einstaklinginn sjálfan eða hugmyndir okkar um mennsku," bendir Úlfhildur á og bætir við að hugmyndirnar séu setta fram til að dýpka skilning íslenskra lesenda á þessum flóknu fyrirbrigðum, líftækni og sæborgum. Blaðamaður biður hana vinsamlegast um að útskýra nánar hugtakið sæborg áður lengra er haldið. "Sæborg er nærtækt dæmi um líftækni úr skáldskap og vísar til lífveru sem er að einhverju leyti vélræn eða vélar sem er að einhverju leyti lífræn," segir hún og tekur ófreskju Frankensteins og tortímandann úr samnefndum kvikmyndum sem dæmi um slíkar verur. "Ef við heimfærum þá skilgreiningu yfir á veruleikann mætti segja að við séum flest að einhverju leyti sæborgir í samfélögum nútímans sem reiða sig á alls konar tól og tækni. Svona rétt eins og þú ert að pikka þetta samtal inn á tölvu sem er þá orðin framlenging af þér," segir hún glettin. "Þess vegna fannst mér sæborgin ágætt viðmið því við getum sett okkur í hennar spor." Hvernig þessi nálgun á síðan eftir að hugnast vísindamönnum segir Úlfhildur svo annað mál. "Ég veit að þeir sem starfa á þessu sviði eru lítt gefnir fyrir að skella þessu öllu saman í einn hrærigraut eins og gert er í bókinni. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt til að setja hlutina í stærra samhengi," segir hún og kveðst vona að bókin veki umtal. "Eiginlega stóla ég á að hún valdi deilum," segir hún og brosir. - rve Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Líftækni, vélmenni, gervimenni og klón í bókmenntum og myndmáli er viðfangsefni nýútkominnar bókar Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. "Mér fannst orðið tímabært að varpa nýju ljósi á umræðuna sem hefur verið á svolítið afmörkuðum nótum á Íslandi; of póltísk og of sértæk. Ég vil færa umræðuna yfir í breiðara samhengi byggt á skáldskap, félagsvísindum og hugvísindum og opna þannig hið menningarpólitíska samhengi." Þannig lýsir Úlfhildur Dagsdóttir viðfangsefni nýútkominnar bókar sinnar, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, þar sem leitast er við að skoða hvernig skáldskapur mótar hugmyndir manna um líftækni ekki síður heldur en vísindin. Að hennar sögn er fátítt að líftækni hafi verið skoðuð með þessum hætti hérlendis. "Fjallað hefur verið um líftækni í ljósi skáldskapar í nokkrum útgefnum greinum en aldrei í heildstæðu riti eingöngu helguðu viðfangsefninu," segir hún og útskýrir að bókin sé fræðrit í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn tengir þannig líftækni við bókmenntir og myndmál, þar með talið myndasögur, kvikmyndir og tónlistarmyndbönd. Í öðrum er yfirlit yfir erlenda umræðu um líftækni og sæborgir með áherslu á tengsl hennar við bókmenntir og afþreyingarmenningu. Loks er horft til heimahagana þar sem innsýn er veitt í stöðu líftækni í fræðum og listum hérlendis. "Allt miðar þetta að því að skoða hvaða áhrif tækni hefur á samfélagið okkar og einstaklinginn sjálfan eða hugmyndir okkar um mennsku," bendir Úlfhildur á og bætir við að hugmyndirnar séu setta fram til að dýpka skilning íslenskra lesenda á þessum flóknu fyrirbrigðum, líftækni og sæborgum. Blaðamaður biður hana vinsamlegast um að útskýra nánar hugtakið sæborg áður lengra er haldið. "Sæborg er nærtækt dæmi um líftækni úr skáldskap og vísar til lífveru sem er að einhverju leyti vélræn eða vélar sem er að einhverju leyti lífræn," segir hún og tekur ófreskju Frankensteins og tortímandann úr samnefndum kvikmyndum sem dæmi um slíkar verur. "Ef við heimfærum þá skilgreiningu yfir á veruleikann mætti segja að við séum flest að einhverju leyti sæborgir í samfélögum nútímans sem reiða sig á alls konar tól og tækni. Svona rétt eins og þú ert að pikka þetta samtal inn á tölvu sem er þá orðin framlenging af þér," segir hún glettin. "Þess vegna fannst mér sæborgin ágætt viðmið því við getum sett okkur í hennar spor." Hvernig þessi nálgun á síðan eftir að hugnast vísindamönnum segir Úlfhildur svo annað mál. "Ég veit að þeir sem starfa á þessu sviði eru lítt gefnir fyrir að skella þessu öllu saman í einn hrærigraut eins og gert er í bókinni. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt til að setja hlutina í stærra samhengi," segir hún og kveðst vona að bókin veki umtal. "Eiginlega stóla ég á að hún valdi deilum," segir hún og brosir. - rve
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira