Alls var 97 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst á landinu í janúarmánuði. þar af voru 45 á höfuðborgarsvæðinu og 52 utan þess.
Fram kemur á vef Þjóðskrár Íslands að heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 1.760 milljónir króna en 1.194 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru ellefu um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er talsvert minna en í janúar á síðasta ári þar sem 119 kaupsamningum og afsölum var þinglýst.- þj
Minni umsvif en á síðasta ári
