Innlent

Dorrit undirbjó uppvaskið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dorrit Moussaieff forsetafrú lá ekki á liði sínu þegar hún og Ólafur Ragnar heimsóttu Hjálpræðisherinn á aðfangadagskvöld.
Dorrit Moussaieff forsetafrú lá ekki á liði sínu þegar hún og Ólafur Ragnar heimsóttu Hjálpræðisherinn á aðfangadagskvöld.
Dorrit Moussaieff forsetafrú lá ekki á liði sínu þegar að hún og forsetinn heimsóttu Hjálpræðisherinn á aðfangadagskvöld.

Eins og fram hefur komið borðuðu Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit kvöldverð á aðfangadagskvöld með hjálpræðshersfólki og þeim sem áttu ekki í önnur hús að venda en Hjálpræðisherskastalann á þessu helga kvöldi.

Dorrit lét sér hins vegar ekki nægja að þiggja kvöldverðinn, heldur tók virkan þátt í að ganga frá eftir að borðhaldi lauk. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum Hjálpræðishersins kom ekki til þess að Dorrit færi að vaska upp eftir matinn. Hins vegar tók hún þátt í að undirbúa uppvaskið, taka af borðum og annað slíkt.

Þeir sem voru viðstaddir jólakvöldverðinn í Herkastalanum á aðfangadagskvöld segja að forsetahjónin hafi verið mjög alþýðuleg í heimsókninni og sett mikinn svip á kvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×