Vertu öðlingur Darri Johansen skrifar 22. janúar 2011 06:15 Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun