Pistillinn: Liðsfélaginn Hlynur Bæringsson skrifar 26. nóvember 2011 06:00 Hlynur Bæringsson með félögum sínum í Sundsvall. Mynd/Valli Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr. Pistillinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr.
Pistillinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira