Leikmunabíll fauk út af vegi 26. nóvember 2011 13:00 Pétur Örn Guðmundsson er einn þeirra sem hafa fengið hlutverk í Game of Thrones. Tökur á þáttaröðinni eru byrjaðar í Skaftafelli. Fréttablaðið/Valli „Jú, hérna voru þrjátíu metrar á sekúndu. Og leikmunabíll hjá okkur fauk út af veginum. En það slasaðist enginn og allir leikmunir eru heilir. Þetta gerðist bara í „slow-motion“,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones eru hafnar í Skaftafelli við Hótel Freysnes en mikið óveður reið yfir Austurland á fimmtudagskvöld með fyrrgreindum afleiðingum. Hins vegar var veðrið gengið niður í gær og lék raunar við hvern sinn fingur. „Þetta er alveg eins og þeir vilja hafa þetta, kalt og snjólag yfir öllu, ekki samt of mikill snjór heldur alveg passlegur.“ Yfir hundrað manns koma að tökunum hér á landi, en þær standa yfir í tvær vikur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru íslenskir statistar kallaðir í búningamátun í gær og meðal þeirra var Pétur Örn Guðmundsson, oftast kenndur við Jesú og hjómsveitina Buff. Pétur vildi hins vegar ekkert tjá sig við Fréttablaðið og sagðist vera múlbundinn af trúnaðarsamkomulagi. „Ég má segja að ég sé í tökunum. Meira má ég eiginlega ekki segja og meira veit ég heldur ekki. Enda bara maður með spjót,“ segir Pétur, sem hafði ekki séð þáttaröðina en var hins vegar byrjaður að lesa bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. „Ég er samt bara hálfnaður með fyrstu bókina og verð því heldur betur að spýta í augun,“ segir Pétur.- fgg Game of Thrones Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Jú, hérna voru þrjátíu metrar á sekúndu. Og leikmunabíll hjá okkur fauk út af veginum. En það slasaðist enginn og allir leikmunir eru heilir. Þetta gerðist bara í „slow-motion“,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones eru hafnar í Skaftafelli við Hótel Freysnes en mikið óveður reið yfir Austurland á fimmtudagskvöld með fyrrgreindum afleiðingum. Hins vegar var veðrið gengið niður í gær og lék raunar við hvern sinn fingur. „Þetta er alveg eins og þeir vilja hafa þetta, kalt og snjólag yfir öllu, ekki samt of mikill snjór heldur alveg passlegur.“ Yfir hundrað manns koma að tökunum hér á landi, en þær standa yfir í tvær vikur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru íslenskir statistar kallaðir í búningamátun í gær og meðal þeirra var Pétur Örn Guðmundsson, oftast kenndur við Jesú og hjómsveitina Buff. Pétur vildi hins vegar ekkert tjá sig við Fréttablaðið og sagðist vera múlbundinn af trúnaðarsamkomulagi. „Ég má segja að ég sé í tökunum. Meira má ég eiginlega ekki segja og meira veit ég heldur ekki. Enda bara maður með spjót,“ segir Pétur, sem hafði ekki séð þáttaröðina en var hins vegar byrjaður að lesa bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. „Ég er samt bara hálfnaður með fyrstu bókina og verð því heldur betur að spýta í augun,“ segir Pétur.- fgg
Game of Thrones Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira