Innlent

Með fölsuð vegabréf á Keflavíkurflugvelli

mynd/ap
Tveir georgískir karlmenn voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum á Keflavíkurflugvelli þann 23. september síðastliðinn.

Mennirnir voru stöðvaðir við innritun í brottfarasal flugstöðvarinnar en þeir voru á leið til Toronto í Kanada. Þeir framvísuðu lettneskum vegabréfum. Þeir játuðu brot sín fyrir dómara.

Það er Útlendingastofnun sem tekur svo ákvörðun um það hvort að þeim verði vísað úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×