Vesturport biðlar til Reykjavíkurborgar 30. september 2011 12:00 Á biðilsbuxum Gísli Örn Garðarsson fer þess á leit við Reykjavíkurborg að hún semji við leikhópinn til þriggja ára. Sá samningur myndi hljóða upp á 6-8 milljónir króna. Vesturport fer þess á leit í erindi sem lagt var fyrir á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar á mánudag að borgin semji við leikhópinn til þriggja ára. Samningurinn myndi hljóða upp á að borgin greiði leikhópnum 6-8 milljónir króna á ári. Í erindinu kemur jafnframt fram að Vesturport ætli að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið að það geri slíkt hið sama. Undir erindið skrifar Gísli Örn Garðarsson. Í erindinu kemur fram að Vesturport hafi verið styrkt af Reykjavíkurborg frá árinu 2002. 2003–2006 hafi hópurinn fengið styrki sem gerði honum kleift að halda úti útrás sinni. „Svo gerist það árið 2007 að styrkir til okkar lækka og hafa þeir farið lækkandi síðan. Þetta hefur haft þær afleiðingar að við höfum þurft að segja upp starfsfólki. Þetta hefur gert okkur erfiðara fyrir og ef reyndin verður sú sama í framtíðinni verður enginn fastur starfsmaður hjá Vesturporti frá og með 2012.“ Að mati Gísla mun það bitna á tækifærum hópsins til útrásar en í október verður Faust sett upp í Kóreu og Hamskiptin sýnd í Síberíu. Samkvæmt erindinu þarf Vesturport umræddan fjárstuðning til að geta rekið Vesturport í: „samræmi við þá stærðargráðu sem við getum hæglega vaxið í.“ Sýningar hópsins séu oft í mörgum löndum á sama tíma og við slíkar aðstæður sé ráðið nýtt listafólk inn til að sinna þeim störfum. „Fleiri leikferðir og stærri útrás þýðir að fleiri Íslendingar fá vinnu […}auk þess sem hróður íslenskrar leiklistar berst víðar.“ Ef Reykjavíkurborg fellst á samninginn gæti hópurinn, að mati Gísla Arnar, undantekningarlaust frumsýnt 2-3 nýjar leiksýningar á ári. Ekki náðist í Gísla Örn vegna málsins.- fgg Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Vesturport fer þess á leit í erindi sem lagt var fyrir á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar á mánudag að borgin semji við leikhópinn til þriggja ára. Samningurinn myndi hljóða upp á að borgin greiði leikhópnum 6-8 milljónir króna á ári. Í erindinu kemur jafnframt fram að Vesturport ætli að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið að það geri slíkt hið sama. Undir erindið skrifar Gísli Örn Garðarsson. Í erindinu kemur fram að Vesturport hafi verið styrkt af Reykjavíkurborg frá árinu 2002. 2003–2006 hafi hópurinn fengið styrki sem gerði honum kleift að halda úti útrás sinni. „Svo gerist það árið 2007 að styrkir til okkar lækka og hafa þeir farið lækkandi síðan. Þetta hefur haft þær afleiðingar að við höfum þurft að segja upp starfsfólki. Þetta hefur gert okkur erfiðara fyrir og ef reyndin verður sú sama í framtíðinni verður enginn fastur starfsmaður hjá Vesturporti frá og með 2012.“ Að mati Gísla mun það bitna á tækifærum hópsins til útrásar en í október verður Faust sett upp í Kóreu og Hamskiptin sýnd í Síberíu. Samkvæmt erindinu þarf Vesturport umræddan fjárstuðning til að geta rekið Vesturport í: „samræmi við þá stærðargráðu sem við getum hæglega vaxið í.“ Sýningar hópsins séu oft í mörgum löndum á sama tíma og við slíkar aðstæður sé ráðið nýtt listafólk inn til að sinna þeim störfum. „Fleiri leikferðir og stærri útrás þýðir að fleiri Íslendingar fá vinnu […}auk þess sem hróður íslenskrar leiklistar berst víðar.“ Ef Reykjavíkurborg fellst á samninginn gæti hópurinn, að mati Gísla Arnar, undantekningarlaust frumsýnt 2-3 nýjar leiksýningar á ári. Ekki náðist í Gísla Örn vegna málsins.- fgg
Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira